Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt nýja tilhögun greiðslu kostnaðar við minka- og refaveiða í Eyrarsveit.

 

Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið ráðið veiðimenn til minkaveiða og greitt verðlaun fyrir minka- og refaskott til veiðikortshafa. Nú er svo komið að þessi kostnaður hefur sjaldnast haldist innan fjárhagsáætlunar. Ennfremur hefur Umhverfisstofnun tilkynnt sveitarfélögum skerðingu á kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs. Sem viðbrögð við þessum breyttu forsendum hefur bæjarráð samþykkt að hætta að veita verðlaun og greiða einvörðungu til ráðinna veiðimanna þannig að forsendur fjárhagsáætlunar standist.

 

EB