Á morgun, laugardaginn 18. desember, halda verslanir í Grundarfirði Brúarhátíð í tilefni af opnun vegar yfir Kolgrafarfjörð. Frá klukkan 14 - 18 verða verslanirnar Hrannarbúðin, Hamrar, Blómabúð Maríu, Lindin, Gallerí Tína og Stellubúð með ýmsa afslætti í tilefni af þessari miklu samgöngubót.