Hagstofa Íslands hefur birt nýjar tölur um búferlaflutninga fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2004. Fyrstu níu mánuði ársins urðu breytingar á íbúafjölda á Vesturlandi eftirfarandi: Brottfluttir umfram aðflutta á Vesturlandi voru 113.

Á Akranesi fjölgaði um 27, í Borgarbyggð fækkaði um 33, í Stykkishólmi fækkaði um 25, í Snæfellsbæ fækkaði um 45 og í Grundarfirði voru brottfluttir umfram aðflutta 5, 59 voru aðfluttir og 64 burtfluttir.

Vakin er athygli á því að fæðingar og andlát eru ekki inní þessum tölum.