Borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri gengur vel. Í dag, 1. apríl, er búið að bora liðlega 300 m og styttist í að borinn hitti á fyrri æðina, sem er talin liggja á 340 m dýpi. Holan hefur verið fóðruð í 174 metrum. Enn hefur ekkert vatn komið inn í holuna og er því frekar þungt að ná svarfinu upp en þrátt fyrir það gengur verkið vel að sögn bormanns á svæðinu. Rétt í þessu er verið að hallamæla holuna.