Hápunktur busavígslunnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er í dag. Eldri bekkingar fór í göngutúr um bæinn með busana sem klæddir voru í svarta ruslapoka og vel smurðir af óþekktum efnum. Sást þó til eldribekkinga þar sem þeir voru að smyrja busana með skyri og vatni var óspart sprautað á þá.