Eignarhaldsfélagið Jeratún ehf., sem sér um húsnæðimál Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefur undirritað verksamning við Loftorku um gerð sökkuls og botnplötu nýbyggingar skólans.  Vegna stöðu hönnunar var einungis samið um þennan verkhluta nú. 

Jafnframt var undirrituð viljayfirlýsing um að Loftorka annist áframhaldandi byggingaframkvæmdir við skólann.  Starfsmenn Loftorku eru þegar byrjaðir að undirbúa verkið.  Samið var um lok þessa verkhluta Fjölbrautaskólans þann 20. mars nk.