Helga braga fór á kostum eins og henni einni er lagið
Helga Braga var með uppistand á þemadögum Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem haldnir voru 19. og 20. apríl sl. Námskeiðið bar yfirskriftina „daður og deit“ þar sem hún fjallaði á gamansaman hátt um samskipti kynjanna. Námskeiðið var góð blanda af gamni og fræðslu um hvernig eigi að koma fram og bera sig almennt. Nemendur og aðrir skemmtu sér vel og voru ánægðir með hvernig til tókst!

Nemendur skemmtu sér vel á námskeiðinu

Helga Braga