Dagatal slökkviliðsins 2021

Hið árlega dagatal slökkviliðsins er komið í hús!

Strákarnir í liðinu munu ganga í hús í kvöld 16.desember og bjóða það til sölu. Einnig verða þeir með ýmsan varning með sér eins og t.d. reykskynjara, eldvarnarteppi og fl. 

Ágóði sölunnar fer að stærstum hluta til kaupa á tækjum og tólum sem að nýtast slökkviliðinu í sínu starfi, sem og námskeiðishald fyrir liðsmenn. Sem dæmi var keyptur tankbíll sem að nýtist vel í útköllum sem að slökkviliðið sinnir. 

Stemmingin í dagatali ársins er frekar lágstemmd sökum ástandsins í þjóðfélaginu, en við vonum samt að tekið verði vel í söluna eins og hefur verið gert undanfarin ár. 

 

Verðskrá

Dagatal = 3.500 kr.

Reykskynjari = 3.500 kr. 

Eldvarnarteppi = 3.500 kr.

Slökkvitæki léttvatn = 11.500 kr.

Sjúkrapúði lítill = 2.000 kr.

 

Hluti af slökkviliði Grundarfjarðar á námskeiði í notkun hitamyndavéla í janúar 2020.
Kennarar á því námskeiði voru Ívar Páll slökkviliðsstjóri á Vík í Mýrdal, Davíð Rúnar slökkviliðsstjóri á Patreksfirði og Baldur Pálsson fyrrverandi slökkviliðsstjóri á Egilsstöðum.