Nú er kominn tími á að setja sig í startholurnar fyrir Hreyfiviku UMFÍ 2015 sem hefst mánudaginn 21. september. Hér í Grundarfirði verður boðið upp á heilmikla dagskrá og eru fjölmargir sem leggja verkefninu lið á einn eða annan hátt. Það er von okkar að allir geti fundið sér hreyfingu við sitt hæfi enda er Hreyfivikan í ár haldin undir titlinum „Hver er þín uppáhalds hreyfing?“

Í dagskránni má finna stöðvaþjálfun, jóga, gönguferðir, skokk, boccia, fótbolta og íþróttaskóla barnanna, auk samræðna og fræðslu. Skólarnir okkar taka þátt í Hreyfiviku með gönguferðum og leikjum en einnig verður gjaldfrjálst í sund og golf.

Dagskrána hér í Grundarfirði má nálgast á alþjóðlegum vef Hreyfivikunnar, www.moveweek.eu, en þar er haldið utan um fjölda viðburða og þátttakenda í allri Evrópu. Markmið Hreyfivikunnar er að fjölga þeim sem stunda reglulega hreyfingu í Evrópu og því væri ánægjulegt að sjá sem flesta Grundfirðinga taka þátt og finna sína uppáhalds hreyfingu.

Hér er hlekkur á Hreyfivikuna í Grundarfirði á vef MoveWeek: http://iceland.moveweek.eu/events/2015/_/Grundarfj%C3%B6r%C3%B0ur/

SJÁUMST Í HREYFIVIKUNNI!