Mynd Jófríður Friðgeirsdóttir, Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021
Mynd Jófríður Friðgeirsdóttir, Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021

Menningarhátíðin Rökkurdagar 2023 verður haldin hátíðleg dagana 28. október til 12. nóvember nk. Hátíðin fór fyrst af stað árið 2001 og hefur síðan verið fastur liður hér í Grundarfirði ár hvert í október- eða nóvembermánuði.

Dagskráin er einnig borin út í hús og hægt er að nálgast eintak á bókasafninu. Nánari dagskrá og skilaboð um viðburði er að finna á Facebook-síðu Rökkurdaga í Grundarfirði, hér.  Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með þar, því dagskrá getur tekið breytingum með stuttum fyrirvara, þar sem einhverjir viðburðir eru háðir veðri. 

Einnig hvetjum við ættingja til að halda sínu fólki upplýstu, þeim sem ekki nota rafræna miðla. 

Góða skemmtun! 

Hér má sjá dagskrá á íslensku

English version

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar