Það er skemmtileg hefð hér í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð.

Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október og dagskrá þeirra ætti að hafa borist í öll hús bæjarins á morgun, þriðjudag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni sem er sett saman með alla aldurshópa í huga.

Undanfarin ár hafa útikerti logað við heimilin í bænum og ánægjulegt væri að sjá sem flest ljós tendruð meðan á Rökkurdögum stendur.

Dagskrána má nálgast hér.

Gleðilega menningarhátíð!