Opnunarviðburður Rökkurdaga 2010 eru glæsilegir tónleikar í samkomuhúsinu, miðvikudagskvöldið 3. nóvember kl. 20. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarskóla Grundarfjarðar og Leikklúbbur Grundarfjarðar aðstoðar við að veita gestum ánægjulega kvöldstund.

Veitingar eru innifaldar í miðaverði sem er 1.000 kr. fyrri fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Allur ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð Lúðrasveitar Tónlistarskólans. Á tónleikunum koma nemendur skólans og leika létt og skemmtileg lög, aðallega popp og djazzlög. Samspil nemenda er stór þáttur í námi í Tónlistarskólanum og kemur það greinilega í ljós á þessum tónleikum. En einnig munu einhverjir nemendur láta ljós sitt skína með einleik ásamt undirleik. Við hlökum til að sjá sem flesta á þessu fyrsta kvöldi Rökkurdaga.