Listsýning grunnskólanema

Kl. 12 við Sögumiðstöðina.  Sýning 1.-3. bekkja grunnskólans á verkum sínum en þeir hafa undanfarið verið að vinna mörg skemmtileg verkefni með fiska.

Barnabíó

Kl. 16:30-18. Barnabíó í Sögumiðstöðinni.

Salsaveisla

Kl. 20. Salsaveisla á Hótel Framnesi í samvinnu við kennara Tónlistarskólans. 1.000 kr./frítt fyrir matargesti.

Gæðablóð

Kl. 20:30-23 á Kaffi 59.

Hljómsveitin Gæðablóð varð til fyrir um þremur árum síðan á bar í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkrir vinir komu saman. Þetta voru þeir Tómas Tómasson úr Stuðmönnum, Kormákur Bragason úr Sout River Band og Magnús einarsson úr Brimkló. Síðar bættust í hópinn þeir Eðvald Lárusson, Jón Indriðason og Hallgrímur Guðsteinsson sem allir kunna sitthvað fyrir sér í tónlist. Þá mun Heiðrún Hallgrímsdóttir, starfsmaður á Kaffi 59, stíga á svið með hljómsveitinni.