Ljósmyndari Tómas Freyr Kristjánsson
Ljósmyndari Tómas Freyr Kristjánsson

Dagskrá Rökkurdaga 26. okt. - 1. nóv. 2020

 

Er húmar að kvöldi, laufin falla af trjám, hressilegur sunnanvindur gnæfir um fjöllin og myrkrið skellur á þá líður að því að við þurfum að finna ljósið í rökkrinu.

Menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdagar 2020, verður haldin hátíðleg, þó með breyttu sniði með tilliti til sóttvarna. Dagskráin nær yfir dagana 26. október til 1. nóvember 2020. Við ætlum að nýtast við myllumerkinguna #rökkur2020 og hvetjum ykkur eindregið til þess að taka myndir og birta á samfélagsmiðlum.

 • Listasýning leikskólabarna - Leikskólinn Sólvellir setur upp listsýningu í gluggum Kjörbúðarinnar. 
 • Kærleiksganga grunnskólabarna - Nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar ganga um bæinn og skilja eftir kærleiksorð við hús bæjarins. 

 • Ljósin í myrkrinu: Kveikjum á hvítu seríunum, lýsum upp skammdegið og njótum fegurðarinnar.
  Við hvetjum ykkur einnig eindregið til að útfæra lýsinguna á skemmtilegan hátt, t.d. skúlptúr, tré eða hvað sem ykkur dettur í hug.
 • Gleðin í myrkrinu: Gluggahjörtu - Hvatning til íbúa til að nota ímyndunaraflið og setja sína útfærslu af hjörtum í glugga húsa sinna, okkur sjálfum og öðrum til ánægju. 

 • Göngum á Gráborg - Nýtum góðviðrisdaga og göngum á Gráborgina, hér rétt ofan við bæinn, með nánustu fjölskyldu og tökum frumlegar hópmyndir. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu/skemmtilegustu myndina.
  Við hvetjum ykkur til að taka þátt og senda okkur þína mynd á grundarfjordur (hjá) grundarfjordur.is og merkja #rökkur2020.

Rökkur - Hreyfing

Ágústa og Rut bjóða upp á Rökkur heilsueflingu fyrir 60+ og þau sem búa við örorku,  kl. 10.30 þriðjudaginn 27. október í Þríhyrningnum. Allir velkomnir að koma og taka þátt og kynna sér starfið.

Hrekkjavaka 2020

 • 30. október: Búningadagur í grunnskóla og leikskóla. 
 • 30. október: Furðuverur á sveimi. 

 

Eftirfarandi viðburðir eru háðir veðri og verða auglýstir síðar:

 • Kirkjukórinn: Söngstund við dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól. 
 • Rökkursund í sundlaug/heitum pottum (breyting: sundlaug lokuð frá 31. október vegna sóttvarnarreglna).
 • Vasaljósaganga  

Rökkursund

Miðvikudaginn 28. október verður Rökkursund í boði fyrir þá sem treysta sér. Búið verður að hita upp vaðlaugina og sundlaugin er opin fyrir þá sem þola kuldann.  

Rökkurspinning

Líkamsræktin í Grundarfirði býður upp á Rökkurbyrjendaspinning og Rökkurspinning, skráning fer fram á FB-síðu Líkamsræktarinnar eða í síma 773-3423 (Ágústa)

Rökkurbyrjendaspinning - Fimmtudaginn 29. október kl. 17, aðeins 11 hjól í boði - FRÍTT INN.

Rökkurspinning - Föstudaginn 30. október kl. 17, aðeins 11 hjól í boði - FRÍTT INN

 

Rökkurlögin - Rafræn söngstund 

 • Upptökur þar sem bæjarbúar syngja íslensk lög - sem síðar verður “sjónvarpað” á netinu.
  Leitað var til bæjarbúa um að syngja gleði og hamingju inn í hjörtu okkar í skammdeginu. Mjög góð viðbrögð voru við þeirri beiðni og voru tekin upp söngatriði sunnudag 25. og þriðjudag 27. okt. sl.  Söngstundinni er varpað út í tilefni Rökkurdaga á Youtube-rás Grundarfjarðarbæjar.  Smellið hér til að horfa á Rökkurlögin á Rökkurdögum.