Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg og alir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Góða skemmtun.

Til hamingju með daginn sjómenn.

Föstudag: Kl.17:30 Golfmót G.Run skráning á golf.is eða á staðnum. Keppt verður með Texas Greensome fyrirkomulagi vanur/óvanur. Sjá einnig upplýsingar á golf.is

Kl.23:30 Ball í samkomuhúsinu hljómsveitin Í Svörtum Fötum leikur fyrir dansi.

Laugardag: Kl.12.30 Skemmtisigling í boði útgerðar, Haukaberg og Farsæll sigla. Mætið tímanlega.

Kl.13.30 Hefst dagskrá á bryggjunni, þar verður keppni milli áhafna, vinnustaða og saumaklúbba her í bæ, keppt verður á brautinni frægu, einnig í bætningu og pokahnút.

Skráning í keppnina hjá Hemma í síma 824 0076

Grillaðar pulsur/pylsur í boði Samkaupa.

Lúðrasveitin spilar og selur lakkrís. Skátarnir verða á staðnum með Candy Floss sölu. Pjakkur verður með kassaklifur.

Kl. 16.00 Knattspyrnuleikur á Grundarfjarðarvelli á milli UMFG og KB frítt á leikinn í boði sjómannadagsráðs. Verðlauaafhending vegna keppninar á bryggjunni fer fram í hálfleik.

Kl.23:30 Dansleikur á Kaffi 59

Sunnudag: Kl.14:00 Messa í Grundarfjarðarkirkju sr. Aðalsteinn Þorvaldsson messar og sjómenn heiðraðir.

Kl.15:00 Kaffisala í samkomuhúsinu á vegum Kvennfélagsins Gleym mér ei.