- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagskráin heldur áfram í gulum september
Við höldum áfram með gulan september og næsti viðburður verður á morgun í Bæringsstofu kl 08:30-09:30 þegar rafræna erindið „Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ verður sýnt.
Gul messa verður í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 22.september kl 20:00.
Þann 5.október verður opið hús í Sögumiðstöðinni þar sem Dagný Ósk Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, Sigurður örn Hektorsson geðlæknir, Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur og Sr. Laufey Brá Jónsdóttir verða með erindi. Umræður, súpa og spjall – allir hjartanlega velkomnir!