Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að haldinn verði "Dagur barnsins" einu sinni á hverju ári.  Dagurinn sem valinn var er 25. maí og ber upp á sunnudag í þetta sinn.  Dagurinn er haldinn undir heitinu "gleði og samvera".  Í Grundarfjarðarbæ verða nokkrir viðburðir í tilefni dagsins næsta sunnudag sem einmitt eru tengdir þessu heiti.  Nefna má, að á dagskrá verður dorgveiði á bryggjunni, andlitsmálun á bryggjunni, sandkastalakeppni á Kirkjufellssandi, gönguferð í fjörunni, lautarferð í Torfabót þar sem einnig verða íþróttir og leikir.  Hvatt er sérstaklega til þess að foreldrar og börn taki þátt í þessum atburðum saman.  UMFG og foreldrafélög grunnskólans og leikskólans hafa umsjón með öllum atriðunum sem eru skipulagðir sem samverustundir foreldra og barna.  Fylgist með auglýsingum í Vikublaðinu og á heimasíðu bæjarins um nánari upplýsingar og tímasetningar.

 

Frítt verður í sund allan sunnudaginn 25. maí n.k. fyrir foreldra og börn.  Sundlaugin verður opin frá kl. 10.00 - 19.00.