Í Grunnskóla Grundarfjarðar var haldið upp á Dag íslenskrar tungu á einstaklega skemmtilegan hátt. Eldri nemendur unnu með yngri nemendum að ýmsum verkefnum sem voru útbúin upp úr bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.  Gaman var að fylgjast með nemendum í þessari samvinnu og sérstaklega var gaman að sjá hve eldri nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega. 

 Í lok þessarar samvinnu fengu nemendur vöfflur og kakó og eldri nemendurnir lásu upp úr bókum Kristínar Helgu fyrir þá yngri.   Það var samdóma álit bæði nemenda og kennara að þessi samvinna hefði tekist afar vel.