Fallegt listaverk sem bæjarskrifstofan fékk í gjöf.
Fallegt listaverk sem bæjarskrifstofan fékk í gjöf.

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og barnamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.  

Þann 6. febrúar ár hvert er haldið uppá dag leikskólans um allt land. Hér í Grundarfirði á Leikskólanum Sólvöllum var haldið uppá daginn með því að leikskólabörn fóru í valin fyrirtæki í bænum með gjafir. Ugludeild og hluti af músadeild fóru með listaverk í Ragnar og Ásgeir og Guðmund Runólfsson og Drekadeild fór með listaverk á heilsugæsluna og á bæjarskrifstofuna.  Eftir kaffitíman var nemendum boðið uppá ís í tilefni dagsins. 

Meðfylgjandi mynd er af hópnum sem kom á bæjarskrifstofuna með fallegt verk sem þau höfðu sjálf búið til og höfðu mikið að segja um listaverkið, hvernig þau bjuggu það til og hver átti hvaða hlut í verkinu. 

 

Frábært framtak og við þökkum kærlega fyrir okkur hér á bæjarskrifstofunni. 

 

Ný vefsíða leikskólans

Leikskólinn Sólvellir hefur tekið í notkun nýja og glæsilega heimasíðu. Á síðunni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og fréttir frá starfinu. Hér má sjá nýja síðu leikskólans.