- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagur leikskólans er haldinn 6. febrúar ár hvert. Í tilefni dagsins í ár fóru nemendur og starfsfólk leikskólans í gönguferð og heimsóttu Ráðhús bæjarins.
Þar tók Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og annað starfsfólk á móti hópnum. Bæjarstjóri ræddi við börnin og sagði þeim m.a. frá því hvaða merkingu fuglinn, fjallið og báturinn hafa í merki bæjarins. Nemendur færðu bæjarstjóra listaverk sem þau bjuggu til og hefur verið hengt upp á áberandi stað í Ráðhúsinu. Börnunum var sömuleiðis fært að gjöf buff og endurskinsmerki með merki bæjarins.