- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagur leikskólans
Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og barnamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Frétt frá Leikskólanum Sólvöllum:
Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar og fengum við til okkar í heimsókn á drekadeildina 11 nemendur úr 5. bekk Grunnskólans.
Svo er gaman að segja frá því að fimm nemendur 5. bekkjar hittu systkini sín sem eru á deildinni og vakti það mikla gleði og kátínu meðal barnanna.
Í frétt á vef KÍ birtist eftirfarandi:
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.
Haldið verður veglegt málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri á Degi leikskólans. Þar munu stíga á stokk Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Svava Björg Mörk, Rannveig Oddsdóttir, Íris Hrönn Kristinsdóttir og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir. Málþingið ber yfirskriftina Allir sem vilja, þeir fá að vera með!
Hefð hefur skapast fyrir því að afhenda Orðsporið, hvatningarverðlaun leikskólans, á Degi leikskólans. Það verður gert á mánudag og kynnt hér á vef KÍ.
Við hvetjum leikskólakennara, stjórnendur og starfsfólk til að halda upp á daginn, hver með sínum hætti.
Einkunnarorð dagsins eru "Við bjóðum góðan dag – alla daga!"