Dagur umhverfisins er haldinn á fæðingardegi Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Að þessu sinni er dagurinn tileinkaður hreinni orku og loftslagsmálum.

 Skógræktarfélag Eyrarsveitar og Grundarfjarðarbær standa fyrir opnu húsi í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 25. apríl kl. 16-20.

Kynningar og fyrirlestrar með áherslu á loftslag, orkunotkun og heilbrigðan lífstíl.

Til umhugsunar í tilefni af Degi umhverfisins 25. apríl 2007. Heimildir og fróðleikur

Gerum daginn eftirminnilegan, mætum og fræðumst

Sækjum hvatningu um hreinna og umhverfisvænna umhverfi

 

Undirbúningsnefndin 

Dagskráin:

 • Áhaldahús Grundarfjarðar. Kynning á nýjum sorplausnum, ljósmyndir frá Hrafnkelsstaðabotni o.fl.
 • Bókasafnið kynnir lesefni og heimildir
 • Grundarfjarðarhöfn. Fjölbreytt þjónusta. Meðferð úrgangs o.fl.
 • Hjólað í vinnuna um allt land dagana 2. - 22. maí. Tökum við skráningum starfsmannahópa.
 • Jarðgerðarverkefni og visthópar. Jóhanna og Gunnar fara aftur yfir sýninguna sína frá í fyrra vor. Sýnishorn af safnhaugum og leiðbeiningar á staðnum. Sigurborg o.fl. kynna starf visthópa. 
 • Kaffisala 9. bekkinga til styrktar Færeyjaferð
 • Landgræðslufélag Framsveitar kynnt. Stofnfundur um kvöldið.
 • Leikskólinn Sólvöllum, skóli á grænni grein.
 • Samferða.net. Ferðumst saman og spörum
 • Skógrækt í Eyrarsveit fyrr og nú
 • Stóru trén í bænum og möguleikar á aukinni gróðursetningu innan þéttbýlisins. Sýnishorn af trjám.
 • Þórunn Sigþórsdóttir umhverfisfulltrúi á Snæfellsnesi fræðir um Green Globe og Staðardagskrá 21 upp úr kl. 16:00.
 • Viljayfirlýsing um skjólbeltaræktun ofan við bæinn kynnt. Kynning Jóns Geirs Péturssonar frá febrúar 2007 liggur frammi til skoðunar.  Sjá kynningu frá 2006 
 • Vistakstur. EcoDriving ökulag er vistakstur sem Ökukennarafélag Íslands ætlar að innleiða á Íslandi. Ökukennarinn fræðir milli kl. 16 og 17.

 

Enn má bæta við kynningum og viðburðum.

 

Gerum daginn eftirminnilegan, mætum og fræðumst

 

Sækjum hvatningu um hreinna og umhverfisvænna umhverfi

 

Undirbúningsnefndin