Dagur umhverfisins er á næsta leyti og þá er tilefni til að taka á móti vorinu, fara út að hreyfa sig og fegra nærumhverfið.

Þann 25. apríl ár hvert er Degi umhverfisins fagnað víða um land. Dagurinn er tileinkaður umhverfinu, sem hvatning til að tengjast náttúrunni og efla umhverfisvitund. Meðal þess sem landsmenn munu gera er að leggja leið sína út í náttúruna og tína rusl.

Snæfellingar láta ekki sitt eftir liggja og við blásum til sameiginlegs átaks á svæðinu með hvatningu til íbúa um að taka þátt.

Íbúar í Grundarfirði eru hvattir til góðrar þátttöku og hreinsunarátakið fer af stað við Sögumiðstöðinni á milli kl. 10:00-10:30 laugardaginn 24. apríl nk.  Þar verðum við með poka og eigum einnig nokkrar glænýjar plokkstangir sem hægt er að fá lánaðar (þeim má skila í íþróttahús/sundlaug fyrir kl. 17:00 sama dag). Við höfum staðsett kerru á "Víkingasvæðinu" í miðbæ og í hana má láta plokk-rusl (ganga þannig frá að það geti ekki fokið). Gámastöðin verður opin á sínum tíma, frá kl. 12:00-14:00, og eftir það verður ruslakar staðsett fyrir utan gámastöðina fyrir þau sem ekki ná að fara með "sitt plokk" á opnunartíma gámastöðvar. 

Gerum fallegan bæ enn snyrtilegri! 

Frétt á vef Umhverfisvottunar Snæfellsness