Í janúar fór af stað dansklúbbur fyrir stelpur í 1.-4.bekk. Klúbburinn hittist 1x í viku í klukkutíma í senn. Alls skráðu sig 28 hressar stelpur í klúbbinn og tóku þátt í skemmtilegu starfi. Umsjónarmenn klúbbsins voru Kristbjörg og Sigurbjörg í 6.bekk og buðu þær upp á skemmtilega leiki, kenndu og sýndu dansa og ýmislegt fleira.

Síðasti fundur klúbbsins var miðvikudaginn 5. apríl og slegið var upp heljarinnar dansveislu þar sem stelpurnar fengu að bjóða vin/vinkonu með sér. Sýndu þær dansinn sem þær hafa verið að æfa og fóru í skemmtilega leiki.
Dansklúbburinn var frábært framtak hjá Kristbjörgu og Sigurbjörgu og stóðu þær sig frábærlega sem umsjónarmenn klúbbsins. Aldrei að vita nema að klúbburinn haldi áfram næsta vetur.
Takk fyrir frábærar stundir stelpur.


Þóra Margrét Birgisdóttir
Tómstunda og forvarnarfulltrúi Snæfellinga