Vikuna fyrir Góða stund verður haldið Dansnámskeið í Grundarfirði! Viðtökurnar í fyrra voru frábærar svo við höfum ákveðið að endurtaka leikinn! Kennt verður 5 daga vikunnar, 23-27. júlí og afraksturinn sýndur á sviðinu við höfnina á laugardeginum í fjölskyldudagskránni.

Kennsla fer fram í Samkomuhúsinu.

Kennt verður í þremur hópum:

Mánudag til miðvikudags:
6-12 ára 16:00-17:00
13-15 ára 17:00-18:00
16+ 18:00-19:00
...
Fimmtudagur og föstudagur
6-12 ára 14:30-16:00
13-15 ára 16:00-17:30
16+ 20:00-20:30

Möguleiki á að hópum verði fjölgað eða sameinað eftir skráningu.

Fyrstu þrjá daganna er kennt eina klukkustund í senn en síðustu tvo í eina og hálfa klukkustund.


Skemmtilegir dansar við þekkt og fjörug lög með mikilli áherslu á túlkun og dansgleði! Farið verður í grunn tækniæfingar og teygjur í hverjum tíma ásamt skemmtilegum leikjum :)

Námskeiðið er fyrir ALLA og krakkar úr Hólminum og úr Snæfellsbæ eru líka sérstaklega velkomnir!

Vikan kostar 6.000 krónur, en Hátíðarfélag Grundarfjarðar niðurgreiðir námskeiðið fyrir íbúa Grundarfjarðar um 1.500 krónur sem þýðir ad námskeiðið kostar aðeins 4.500 krónur!

Spurningar og skráningar fara fram í síma 691-3791, í gegnum email audursnorr@kvikmyndaskoli.is eða á facebook http://www.facebook.com/audursnorr

Hlakka til að sjá ykkur - ný og gömul andlit velkomin! :)