Þessa dagana er dansskóli Jóns Péturs og Köru með Dansnámskeið í Grundarfirði. Námskeiðið hófst í gær, fimmtudag, og stendur fram á föstudaginn 6. október og lýkur með danssýningu fyrir foreldra og aðra gesti. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur verið með námskeið í Grundarfirði í mörg ár við mjög góðar undirtektir. Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar tveir elstu árgangar leikskólans voru að æfa sporin.

 

Kara danskennari og leikskólabörn fædd 2001 og 2002

Sjá fleiri myndir hér.