Grunnskóli Grundarfjarðar auglýsir starf deildarstjóra leikskóladeildar 5 ára barna laust til umsóknar.

Starf deildarstjóra leikskóladeildar 5 ára barna felst í vinnu að uppeldi og menntun leikskólabarna skv. starfslýsingu leikskólakennara, þróun deildarinnar í samstarfi við aðra stjórnendur, þátttöku í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs, en mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum. Leikskóladeildin Eldhamrar er staðsett í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um 100% starf er að ræða.

Starfið er laust frá 1. janúar eða eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Góð íslenskukunnátta

 

Laun og starfskjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri, í síma 430 8550 eða á netfangi sigurdur@gfb.is.

Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal skila www.grundarfjordur.is eða á netfangið sigurdur@gfb.is.

Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember 2018.