Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi framhaldsskólalóðar við Grundargötu var birt í Lögbirtingablaðinu 3. október sl.

 

Tillagan tekur til svæðis sem liggur milli Grundargötu 42 og 50. Auglýsingin er í samræmi við áður auglýsta tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, sem nú er í staðfestingarferli.  Svæðið er skilgreint sem miðsvæði í aðalskipulagstillögunni og afmarkast af af íbúðarsvæði við Sæból í norðri og vestri, Grundargötu í suðri og miðsvæði í austri.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir um 5900 m² lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi. Gert er ráð fyrir að húsið verði einnar hæðar við Grundargötu en að auki verði jarðhæð undir húsinu að norðanverðu.

 

Deiliskipulagstillagn liggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 3. október 2003 til 31. október 2003.  Einnig má nálgast upplýsingar um aðalskipulagstillöguna á sama stað.

 

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 14. nóvember 2003. 

Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni.