Sl. vetur hefur verið unnið að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið og næsta nágrenni. Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hefur unnið tillögur sem samþykktar voru með einstaka athugsemdum í hafnarstjórn og umhverfisnefnd (skipulagsnefnd) þann 21. maí og í bæjarstjórn nú í kvöld, Nánar tiltekið þá samþykkti bæjarstjórnin að leggja tillöguna fram til kynningar fyrir íbúum og leita umsagnar lögskyldra aðila.  

Drögin fela í sér að þjóðvegur (stofnbraut) verður lagður (eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi) neðan innsta hluta Grundargötu þannig að tengi saman hafnarsvæðin og fari síðan upp Hrannarstíg að gatnamótunum við Grundargötu.

Nýjar byggingarlóðir fyrir hafnsækna starfsemi verða til, m.a. á fyllingum út í sjó.

Drögin verða kynnt íbúum fljótlega.

Á bæjarstjórnarfundinum í kvöld var ársreikningur 2002 samþykktur áfram til 2. umræðu sem fram á að fara í bæjarstjórn þann 12. júní n.k.

Á fundinum var ennfremur samþykkt tillaga um að selja bíl áhaldahúss og kaupa nýjan á rekstrarleigu og að ráðast í endurbætur á tengigangi milli Dvalarheimilis og íbúða eldri borgara.