Dómnefnd ljósmyndasamkeppninnar f.v. Lúðvík Karlsson, Eygló Bára Jónsdóttir formaður og Guðrún Ólöf …
Dómnefnd ljósmyndasamkeppninnar f.v. Lúðvík Karlsson, Eygló Bára Jónsdóttir formaður og Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir

Þann 29. nóvember n.k. munu úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2020 verða tilkynnt á rafrænan hátt. Þátttakan í keppninni var með eindæmum góð en alls voru sendar inn rúmlega 90 myndir.

Þema keppninnar í ár var “Vetur” og átti dómnefnd fullt í fangi við að fara yfir fjöldann allan af myndum.

Í dómnefnd sátu, úr menningarnefnd bæjarins, Eygló Bára Jónsdóttir, formaður og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir ásamt listamanninum Lúðvík “Liston” Karlssyni, sem var sérlegur gestadómari.

Valdar hafa verið topp 10 bestu myndirnar sem við birtum hér, en meðal þeirra eru myndirnar sem verma fyrsta, annað og þriðja sætið. Haft verður samband við sigurvegara ljósmyndasamkeppninnar á næstu dögum og þeim færður vinningur fyrir þátttöku.

Við þökkum öllum sem tóku þátt og sendu inn myndir.

Menningarnefnd

 

Hér að neðan eru 10 efstu myndirnar. Vinsamlega athugið að myndirnar eru í engri sérstakri röð.