Umsóknarfrestur í dreifnám er til 18. júní 2012.

Með dreifnámi er átt við að nemandinn getur stundað fjarnám frá skólanum auk þess að standa til boða að mæta með dagskólanemendum í kennslustundir.

Þeir sem skráðir eru í dreifnám hafa aðgang að kennurum á MSN allt að 4 klst. á viku.

Öllum tölvupósti er svarað innan sólarhrings 5 daga vikunnar.

Námsmatið byggir að stórum hluta á vinnu nemenda frá viku til viku.

Upplýsingar um skólann eru á vefnum www.fsn.is .

Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólameistara FSN í síma 4308400.

 

Skólameistari FSN