Stjórn og starfsfólk Fellaskjóls vill koma á framfæri til allra þeirra velunnara sem hugsað hafa  til heimilisins eða lagt hönd á plóg, í þeim erfiðu aðstæðum sem verið hafa undanfarið, ómældar þakkir.

Á síðast liðnu ári hefur heimilið enn á ný orðið aðnjótandi höfðinglegra gjafa og líður nú að því að ásýnd heimilisins, lóð, endurnýjað þak, málun og síðast en ekki síst, gangstéttar umhverfis húsið og nýr sólpallur  verði að veruleika.

Frá því að byggingarframkvæmdir við nýju bygginguna hófust 2016 hafa fjölmargir aðilar gefið til ýmissa verkefna tilheyrandi heimilinu samtals um 14.000.000 kr.auk sjálfboðinnar vinnu.