Ég bý í sveit – Málþing um leiðir til byggðafestu

Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 verður haldið  málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum.

Á málþinginu verður fjallað um byggðaþróun og nýsköpun, auk þess sem flutt verða erindi um áhugaverð nýsköpunarverkefni á svæðinu og möguleika til framtíðar.

Málþingið verður haldið á Laugum í Sælingsdal og er þátttaka öllum opin og án endurgjalds.

Skráning á málþingið: Ég bý í sveit – Málþing um leiðir til byggðafestu