Í Leikskólanum Sólvöllum vinna starfsmmenn þessa dagana að þróunarverkefninu „Ég og leikskólinn minn“. Útbúnar eru ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og

heimilis. Þetta verkefni hefur verið í gangi hjá árgangi 2002 og lýkur þegar sá árgangur hættir í leikskólanum 2008 og hefur þá vonandi fests í sessi.

Sótt var um styrk í þróunarsjóð leikskóla fyrir þetta verkefni þegar við byrjuðum með það 2004 og fengum við krónur 250.000 fyrir skólaárið 2004 -2005. Við sóttum aftur um í ár og fengum útlhlutað fyrir skólaárið 2006 -2007 krónur 350.000. Hægt er að lesa um þróunarverkefnið á heimasíðu leikskólans http://leikskoli.grundarfjordur.is/throunarverkefni.htm