Samræmdu prófin í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk voru lögð fyrir í október. Nú hafa einkunnir borist nemendum og skólum landsins.

 

Meðaleinkunnir að þessu sinni líta svona út:

Stærðfræði í 4. bekk

Grunnskóli Grundarfjarðar 6,8 -  landið allt 6,8 - Vesturkjördæmi 6,6

Íslenska í 4. bekk

Grunnskóli Grundarfjarðar 6,8 - landið allt 6,8 - Vesturkjördæmi 6,7

Stærðfræði í 7. bekk

Grunnskóli Grundarfjarðar 6,7 -  landið allt 6,9 - Vesturkjördæmi 6,6

Íslenska í 7. bekk

Grunnskóli Grundarfjarðar 6,7 - landið allt 7,3 - Vesturkjördæmi 7,2

Samræmdum prófum er ætlað að veita nemendum, foreldrum/forráðamönnum og kennurum upplýsingar um stöðu nemenda í viðkomandi námsgreinum. Niðurstöður  prófanna byggja á því að meta stöðu hvers nemanda með samanburði við jafnaldra hans á landinu öllu.

Rétt er að árétta það að innan skólanna er mikið og margþætt starf unnið og því meta samræmdu prófin einungis lítinn hluta þess og er engan vegin dómur um gæði skólastarfsins í heild sinni.