Vefur Grundarfjarðar (grundarfjordur.is) er einn fjölsóttasti vefur sveitarfélags á landinu og reyndar einn af mest sóttu vefjum landsins. Í vikunni 21.-27. mars voru 573 notendur sem litu 1.756 sinnum inn á vefinn. Flettingar á vefnum voru 5.103.

Til samanburðar má nefna að vefur Reykjavíkur er í 13. sæti, vefur Akureyrar er í 28. sæti, Akranes í 61. sæti og Reykjanesbær í 68. sæti yfir mest sóttu vefi landsins. Grundarfjordur.is er í 75. sæti og hefur verið á þeim slóðum lengst af. Í kringum hátíðina "Á góðri stund" í fyrra komst vefurinn í 50. sæti.

Þetta er einstaklega ánægjulegt og segir okkur að við erum á réttri leið. Takk fyrir.

Sjá lista yfir samræmda vefmælingu vikuna 21.-27. mars 2005.