Grundarfjarðarhöfn, 5. október 2020.
Grundarfjarðarhöfn, 5. október 2020.

Engin ný smit hafa greinst í Grundarfirði síðan 1. október sl., en nokkuð hefur verið um skimanir síðan þá. Þrjú eru í einangrun og nú eru 8 manns hér skráðir í sóttkví. 

Litlar breytingar eru á Vesturlandi síðustu daga og eru nú 23 manns með virk smit á svæðinu og 37 í sóttkví. 

Smitum á landinu fer fjölgandi eins og komið hefur fram í fréttum. Í gær greindust 99 einstaklingar með smit, þar af voru 95 á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru 743 í einangrun á landinu öllu og hafa ekki verið fleiri síðan um miðjan apríl. Rúmlega 3500 manns eru í sóttkví. 

Í tölvupósti lögreglustjórans á Vesturlandi, sem jafnframt er formaður Almannavarnanefndar Vesturlands, til bæjarstjóra og oddvita í dag, segir hann það vera tilmæli út í samfélagið, að fólk fari ekki til höfuðborgarsvæðisins nema það eigi brýnt erindi.