Eldvarnarátak slökkviliðs - og sjúkraflutningamanna hófst föstudaginn 20. nóvember. Að því tilefni komu nokkrir úr slökkviliði Grundarfjarðar í heimsókn í 3. bekk. Við fengum fræðslu um eldvarnir á heimilum og minnt á númerið 112.

 

 

 

Horfðum á tvær myndir sem fjölluðu um brunavarnir, hvað á að gera og hvað á EKKI að gera!!

Því næst var farið út á slökkvistöð að skoða slökkvibílinn og öll tækin sem eru í honum og á slökkvistöðinni.  Að lokum fengu allir svala og súkkulaði!