Á undan förnum árum hafa orðið allt of margir brunar í heimahúsum þar sem að fólk hefur rétt sloppið og þá oftast fyrir tilstilli reykskynjara. Því viljum við hjá slökkviliði Grundarfjarðar skora á húseigendur að yfirfara reykskynjara, skipta um rafhlöður a.m.k. einu sinni á ári. Gert er ráð fyrir að reykskynjari endist í allt að 10 ár en þá þarf að endurnýja. Gott er að prófa skynjaran einu sinni í mánuði með því að ýta á takkann sem er á skynjaranum og á hann þá að gefa frá sér hljóðmerki ef hann er í lagi.

Einnig er rétt að hafa í huga þar sem svefnherbergi eru í bílskúrum og öðrum slíkum stöðum þarf að hafa reykskynjara sem er samtengdur þeim sem eru í íbúðarhúsinu því þar sefur jafn vel unglingur sem er bæði með tölvu og sjónvarp og önnur raftæki.

Einnig er gott að hafa í huga að best er að hafa reykskynjara í hverju rými húsa þ.e.a.s. einn í hverju herbergi því hver mínúta er dauðans alvara ef eldsvoði er annars vegar.

 

 

Fyrir hönd slökkviliðs Grundarfjarðar

Valgeir Þór Magnússon

Slökkviliðsstjóri