Valnefnd fyrir Stafholtsprestakall hefur lokið störfum og var samdóma álit nefndarinnar að velja sr. Elínborgu Sturludóttur sóknarprest í Grundarfirði til starfa í Stafholt. Er hún fyrsti kvenpresturinn sem velst til starfa í Stafholtsprestakalli. Áður hafa kvenprestar þjónað í prófastsdæminu en samtals eru sjö prestaköll í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur sr. Brynjólfur Gíslason sóknarprestur þjónað Stafholtsprestakalli í nærri 40 ár og lætur hann af störfum í lok ágúst. Þrettán umsækjendur voru um prestakallið, átta konur og fimm karlar.

Frétt á heimasíðu Skessuhorns 3. júní 2008.