Svanborg R. Kjartansdóttir hélt upp á 95 ára afmælið sitt í gær með vinum og vandamönnumn. Hún fæddist 23. janúar árið 1916 á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit. Svanborg bjó í Vindási alla sína búskapartíð en hefur síðastliðin þrjú ár búið á Dvalarheimilinu Fellaskjóli í góðu yfirlæti. Ættartréð er orðið hið glæsilegasta og á Svanborg 103 afkomendur.

 

Við óskum Svanborgu innilega til hamingju með afmælið.