Elva Björk Jónsdóttir, nemandi í 10. Bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, mun keppa í Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll þann 24. mars nk. fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Eden. Atriði Elvu Bjarkar var annað tveggja atriða sem voru valin í undankeppni Vesturlands fyrir Samfés, sem haldin var í gærkvöld.

Söngkeppni Samfés er haldin er árlega í byrjun mars en þar hafa mörg þúsund ungmenni af öllu landinu sungið fyrir jafnaldra sína í gegnum tíðina. Þrjátíu atriði komast í lokakeppnina á hverju ári að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta.

 

Veitt eru verðlaun fyrir efstu sætin á Samfés og sérstök aukaverðlaun eru veitt fyrir besta íslenska textann sem saminn er af unglingi.

Grundarfjarðarbær óskar Elvu Björk innilega til hamingju með árangurinn og velgengni í stóru Samfés söngkeppninni í mars.