Í fréttablaðinu á þriðjudag var greint frá því að hljómsveitin Endless Dark væri búin að gera samning við enska fyrirtækið X-Ray Tourning sem sér um að skipuleggja tónleika. Meðal hljómsveita sem X-Ray Touring er með á sínum snærum eru stór nöfn á borð við Coldplay, Emenem, Green Day, Snow patrol, Nick Cave og Queen of the Stonage, strákarnir í Endless Dark eru því í hópi öflugra hljómsveita. Þann 31. júlí mun Endless Dark koma fram á mikilli rokkhátíð í Englandi sem ber nafnið Sonidphere, meðal hljómsveita á þeirri hátíð eru hljómsveitir eins og Iron Maiden, Rammstein. MötleyCrue Pacebo. Endless Dark mun spila með bandarísku hljómsveitinni Madina Lake á nokkrum tónleikum á Bretlandi m.a. á hinum þekkta stað Barfly í London hinn 4. ágúst, uppselt er á þá tónleika.