Barnasíða Vefbókasafnsins hefur nýlega verið uppfærð og á þemasíðunni Bækur og móðurmál má sjá hvaða bókasöfn hafa fengið úthlutað tungumáli til að sjá um. Á Vefbókasafninu erum við laus við marga tugi þúsunda af niðurstöðum til að velja úr en bókaverðir velja, safna og efnisflokka vefsíður og raða þeim upp í ákveðið kerfi. 

Vefbókasafnið er samstarfsverkefni íslenskra almenningsbókasafna. Áhersla er lögð á að safna íslensku efni en þar sem það þrýtur eru teknar með erlendar síður. Síðurnar eru leitarhæfar eftir titli, efni og veffangi. Hægt er að skoða efnisorðalista í stafrófsröð og helstu efnisflokka.

Vefbókasafnið er hluti af hverju bókasafni en ólíkt því er það aðgengilegt um veraldarvefinn, hvar sem notandinn er staddur.