Nýlega hófst vinna við endurnýjun gangstétta í bænum. Í fyrsta áfanga verður áhersla lögð á Grundargötu og götur sem liggja að henni. Einnig hefur verið steypt gangstétt á Eyrarvegi og Nesvegi þar sem engin steypt gangstétt var. Þá verður gangstétt á Sæbóli lagfærð til bráðabirgða þar sem þörfin er mest.

 

Endurnýjun gangstétta í bænum og lagning nýrra þar sem engar eru fyrir, er mjög brýnt verkefni og mun verða unnið í mörgum áföngum eftir því sem aðstæður leyfa.

Allar gangstéttir verða steyptar í fullri breidd, 1,80 metrar, þar sem því verður komið við.

 

Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna þá hugmynd sem að baki liggur við endurnýjun gangstétta á Grundargötu. Gert er ráð fyrir að gata og gangstétt verði afmörkuð með rauðri hellulögn í miðbænum og allar gangstéttir verða „teknar niður“ við gatnamót. Allar graseyjar verða fjarlægðar. Þá verða gangbrautir yfir Borgarbraut og Hrannarstíg neðan Grundargötu færðar nær gatnamótum enda er núverandi staðsetning þeirra slæm. Gangbraut yfir Hrannarstíg neðan Grundargötu verður upphækkuð samkvæmt fyrirliggjandi hugmyndum.

Vegfarendur eru beðnir að sýna verktökum tillitssemi en reynt verður að takmarka óþægindi vegna framkvæmda svo sem kostur er.

Grundargata-austur

Grundargata-vestur