Slysavarnardeildin Snæbjörg verður endurvakin miðvikudaginn 6.febrúar kl 20:30. Fundurinn verður í húsi Björgunarsveitarinnar Klakks.

Deildin hefur verið í dvala undanfarin ár en nú stendur til að endurvekja starfsemi deildarinnar. Hvetjum áhugasama til að mæta. Gamlir félagar sérstaklega boðnir velkomnir!