Leynast gersemar í geymslunni þinni, þarftu að losa þig við barnafötin eða taka til í fataskápnum?

 

Þriðjudaginn 16. júní opnar Endurvinnslan – markaður í Samkomuhúsinu.

 

Fyrirhugað er að hafa markað í Samkomuhúsinu annan hvern mánuð, tvo daga í senn.

Leiga á borði/bás er 1.500 kr.  p/ borð. Og ber hver ábyrgð á sínu svæði.

 

Opnunartími verður 16. og 17. júní frá kl 16.30-18.30.

 

Básapantanir og frekari upplýsingar fara í gegnum netfangið rutrunars@gmail.com

 

Með endurvinnslutilhlökkun