Í byrjun janúar n.k. hefst á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands námskeið í ensku fyrir byrjendur. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum í Grundarfirði og er 30 kennslustundir (40 mín.) í 13 skipti. Kennari er Johanna E. Van Schalkwyk, sem kennir einnig ensku í Grunnskólanum.

Sjá nánar á heimasíðu Simenntunarmiðstöðvarinnar.

Námskeiðið er ætlað fólki með litla undirstöðu í ensku. Megináhersla er lögð á talmál, að byggja upp orðaforða og grunnatriði málfræði. Gerðar eru talæfingar og framburður æfður. Farið er í samtalsleiki og einnig æfingar í upplestri. Markmiðið er m.a. að nemendur geti átt óformleg, skrifleg samskipti á ensku við t.d. tölvu- eða bréfasamskipti.