Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fundar næst miðvikudaginn 27. janúar nk. 

Nefndin tekur fyrir umsóknir um byggingarleyfi, umsóknir um úthlutun lóða og önnur erindi sem snúa að byggingum og umhverfi í sveitarfélaginu.

Ef þú þarft að koma að umsókn eða gögnum til nefndarinnar þá er enn tækifæri til þess - eða fram til kl. 16:00 á mánudaginn 25. janúar nk.