Eins og kunnugt er hefur ekki verið starfandi dagforeldri í Grundarfirði frá því í fyrra.  Bæjarstjórnin hefur leitast við að gera starf dagforeldra meira eftirsóknarvert með niðurgreiðslum á dagvistargjöldum og með því að tryggja dagforeldrum greiðslur fyrir pláss sem ekki tekst tímabundið að fylla í.  Ef til vill hafa reglur bæjarstjórnarinnar um þessi mál ekki komist vel til skila og því er vakin athygli á þeim nú.  Ef einhver skyldi vera að velta fyrir sér þessum atvinnumöguleika, má t.d. benta á að  fyrr í þessum mánuði samþykkti bæjarstjórnin að hækka niðurgreiðslufjárhæðir vegna dagvistunar barna hjá dagforeldrum um 12,5%.  Upplýsingar um niðurgreiðslurnar og tryggingargreiðslur til dagforeldra er unnt að lesa á heimasíðunni undir kaflanum "Stjórnsýsla" og "Reglur og samþykktir".  Rétt er að benda á, að uppfylla þarf ákvæði reglugerðar um dagvistun barna í heimahúsum.